Orðlaus yfir mögnuðum tilþrifum Benedikts Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 17:46 Benedikt Gunnar Óskarsson hefur náð að heilla áhorfendur með spilamennsku sinni í Evrópudeildinni. Vísir/Diego Valsmenn urðu á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni til að vinna tvo Evrópuleiki í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Benidorm á útivelli. Áður hafði liðið unnið fjögurra marka sigur gegn ungverska liðinu Ferencváros og leikmenn Vals eru farnir að vekja athygli fyrir utan landsteinana. Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn. Handbolti Valur Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn.
Handbolti Valur Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira