Styðjum konur í Íran Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 31. október 2022 11:31 Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íran Alþingi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun