Styðjum konur í Íran Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 31. október 2022 11:31 Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íran Alþingi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun