Handbolti

Aftur vann Ís­land með fimm marka mun í Fær­eyjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Díana Dögg var markahæst í liði Íslands í dag.
Díana Dögg var markahæst í liði Íslands í dag. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann fimm marka sigur á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik ytra í Klaksvík í dag, lokatölur 27-22 Íslandi í vil.

Liðin mættust í gær og þar hafði Ísland betur með fimm marka mun, 28-23. Það virtist sem íslenska liðið kæmi enn betur undirbúið til leiks í dag en varnarleikur liðsins var frábær framan af leik. Staðan í hálfleik var 15-8 Íslandi í vil og í raun aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði.

Ísland komst mest níu eða tíu mörkum yfir í síðari hálfleik en á endanum var munurinn fimm mörk þegar lokaflautið gall, staðan þá 27-22.

Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Íslands í dag með sex mörk þar. Þar á eftir komu Sandra Erlingsdóttir og Steinunn Björnsdóttir með fjögur mörk hvor. Hafdís Renötudóttir varði átta skot í marki Íslands og Sara Sif Helgadóttir þrjú.


Tengdar fréttir

Öruggur sigur í Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan fimm marka sigur á Færeyjum í vináttulandsleik ytra í dag, lokatölur 28-23. Liðin mætast aftur á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.