Fagbréf atvinnulífsins – sýnileiki og vottun Eyrún Björk Valsdóttir skrifar 28. október 2022 17:01 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun