Matarskortur – samvinnuverkefni þjóða Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2022 07:00 Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Hungursneyðin eykst Í ferðinni sóttum við heim nokkrar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, greina mátti þunga undiröldu hjá stofnunum, enda stríð í Úkraínu, yfirvofandi matvælaskortur í heiminum, afleiðingar Covid og loftslagsváin allt umlykjandi. Í kynningu á starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP komu fram sláandi staðreyndir. Búist er við að nærri 350 milljónir manna í 82 löndum standi fram fyrir matvælaskorti á komandi ári og er það nærri fjórðungs aukning frá byrjun þessa árs, þar af eru um helmingur börn. Þessar staðreyndir eru ógnvænlegar. Þótt við hér á Íslandi búum ekki við hungur eða matarskort, þá erum við samt sem áður hluti af þessari heild. Staðreyndin er sú að matarverð í Evrópu fer hækkandi og á sama tíma er orkuskortur yfirvofandi í álfunni með ófyrirséðum afleiðingum. Framboð á hrávöru minnkar stöðug á meðan Rússar halda Úkraínu í heljargreipum. Þótt framleiðslan haldi áfram í landinu þá eru flutningsleiðir takmarkaðar til Evrópu. Það er áskorun og mjög mikilvægt að halda flutningsleiðum opnum í stríði, að öðrum kosti liggja hráefni undir skemmdum og ná ekki til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Við erum hluti af stóru myndinni Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sinnir mikilvægum störfum með sinni dyggu aðstoð. Ísland hefur lagt fram fjárhagslegan stuðning við verkefnið og nýlega ákváðu íslensk stjórnvöld að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og til Flóttamannastofnunar UNHCR, vegna alvarlegs mannúðarástands víðs vegar um heim. Viðbótarframlagið nemur alls 200 m.kr. og renna 100 m.kr. til hvorrar stofnunar. Matvælaáætlun SÞ hefur lagt áherslu á skólamáltíðir. Það er ekki bara mikilvægt að börnin nærist heldur eru skólamáltíðir einnig hvati til að börn mæti í skólann og þannig fengið nauðsynlega fræðslu og eftirfylgni. Auk þess njóta 1500 bændur á svæðinu góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar og geta þar með bætt afkomu sína. Verðum að fylgjast vel með þróun mála Hér er ekki verið að fara með heimsósóma og hrakspár. Staðreyndir tala sýnu máli og mikilvægt er að þjóðir heims sameinist um styrkja þau svæði sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Lausn á fyrirliggjandi vanda er meðal annars sú að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styrki þjóðir til að virkja og nýta sínar auðlindir sem best til að bjarga mannslífum. Það er nefnilega samvinnuverkefni þjóða að lágmarka þann skaða sem er að verða vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem og þegar aðrar hörmungar skekja heiminn. Það er nefnilega mannlegt að standa saman. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Hungursneyðin eykst Í ferðinni sóttum við heim nokkrar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, greina mátti þunga undiröldu hjá stofnunum, enda stríð í Úkraínu, yfirvofandi matvælaskortur í heiminum, afleiðingar Covid og loftslagsváin allt umlykjandi. Í kynningu á starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP komu fram sláandi staðreyndir. Búist er við að nærri 350 milljónir manna í 82 löndum standi fram fyrir matvælaskorti á komandi ári og er það nærri fjórðungs aukning frá byrjun þessa árs, þar af eru um helmingur börn. Þessar staðreyndir eru ógnvænlegar. Þótt við hér á Íslandi búum ekki við hungur eða matarskort, þá erum við samt sem áður hluti af þessari heild. Staðreyndin er sú að matarverð í Evrópu fer hækkandi og á sama tíma er orkuskortur yfirvofandi í álfunni með ófyrirséðum afleiðingum. Framboð á hrávöru minnkar stöðug á meðan Rússar halda Úkraínu í heljargreipum. Þótt framleiðslan haldi áfram í landinu þá eru flutningsleiðir takmarkaðar til Evrópu. Það er áskorun og mjög mikilvægt að halda flutningsleiðum opnum í stríði, að öðrum kosti liggja hráefni undir skemmdum og ná ekki til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Við erum hluti af stóru myndinni Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sinnir mikilvægum störfum með sinni dyggu aðstoð. Ísland hefur lagt fram fjárhagslegan stuðning við verkefnið og nýlega ákváðu íslensk stjórnvöld að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og til Flóttamannastofnunar UNHCR, vegna alvarlegs mannúðarástands víðs vegar um heim. Viðbótarframlagið nemur alls 200 m.kr. og renna 100 m.kr. til hvorrar stofnunar. Matvælaáætlun SÞ hefur lagt áherslu á skólamáltíðir. Það er ekki bara mikilvægt að börnin nærist heldur eru skólamáltíðir einnig hvati til að börn mæti í skólann og þannig fengið nauðsynlega fræðslu og eftirfylgni. Auk þess njóta 1500 bændur á svæðinu góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar og geta þar með bætt afkomu sína. Verðum að fylgjast vel með þróun mála Hér er ekki verið að fara með heimsósóma og hrakspár. Staðreyndir tala sýnu máli og mikilvægt er að þjóðir heims sameinist um styrkja þau svæði sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Lausn á fyrirliggjandi vanda er meðal annars sú að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styrki þjóðir til að virkja og nýta sínar auðlindir sem best til að bjarga mannslífum. Það er nefnilega samvinnuverkefni þjóða að lágmarka þann skaða sem er að verða vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem og þegar aðrar hörmungar skekja heiminn. Það er nefnilega mannlegt að standa saman. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun