Heimilt að fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:32 Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum. Með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur þegar heimilað tilteknum almennum verslunum að selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja. Þetta litla skref myndi færa fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Sala lausasölulyfja er að meginstefnu heimiluð í almennum verslunum á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norðurlöndunum er tekið undir það sjónarmið að með aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda því fram að þjónusta við almenning batni og verð á lausasölulyfjum lækki. Stórbætt heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og yrði þessi breyting liður í því að efla heilbrigðisþjónustu um landið allt. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Breytingin er í fullkomnu samræmi við markmið lyfjalaga um nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni En hvernig er þetta í framkvæmd? Skýr umgjörð er utan um lyfseðilsskyld lyf sem eðli málsins samkvæmt krefjast þess. Þá þurfa einstaklingar sérstaka heimild læknis til að fá að kaupa þau. Á markaði eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áður hefur mjög þröngur rammi verið þeim settur í íslenskri löggjöf og þar til upphaf síðasta árs máttu aðeins apótek eða útibú þeirra selja lausasölulyf. Nú eru 13 almennar verslanir með heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landið allt. Það eina sem gerir þessar verslanir frábrugðnar öðrum almennum verslunum er hversu langt er í næsta apótek eða lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viðmið um fjarlægð frá næsta apóteki. Það er mikilvægt að halda því til haga að aðrar verslanir sem eru innan fjarlægðarmarka frá apótekum hljóta að vera ekki síður færar um að tryggja rétta meðferð, gæði og öryggi lyfja. Rökin fyrir því að veita aðeins almennum verslunum undanþágu sem uppfylla þetta 20 kílómetra skilyrði frá apóteki halda illa vatni. Ég er bjartsýn um að þessi eðlilega breyting nái fram að ganga. Þetta er í senn aðgerð til að tryggja jafnræði milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víðsvegar um landið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lyf Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum. Með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur þegar heimilað tilteknum almennum verslunum að selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja. Þetta litla skref myndi færa fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Sala lausasölulyfja er að meginstefnu heimiluð í almennum verslunum á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norðurlöndunum er tekið undir það sjónarmið að með aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda því fram að þjónusta við almenning batni og verð á lausasölulyfjum lækki. Stórbætt heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og yrði þessi breyting liður í því að efla heilbrigðisþjónustu um landið allt. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Breytingin er í fullkomnu samræmi við markmið lyfjalaga um nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni En hvernig er þetta í framkvæmd? Skýr umgjörð er utan um lyfseðilsskyld lyf sem eðli málsins samkvæmt krefjast þess. Þá þurfa einstaklingar sérstaka heimild læknis til að fá að kaupa þau. Á markaði eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áður hefur mjög þröngur rammi verið þeim settur í íslenskri löggjöf og þar til upphaf síðasta árs máttu aðeins apótek eða útibú þeirra selja lausasölulyf. Nú eru 13 almennar verslanir með heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landið allt. Það eina sem gerir þessar verslanir frábrugðnar öðrum almennum verslunum er hversu langt er í næsta apótek eða lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viðmið um fjarlægð frá næsta apóteki. Það er mikilvægt að halda því til haga að aðrar verslanir sem eru innan fjarlægðarmarka frá apótekum hljóta að vera ekki síður færar um að tryggja rétta meðferð, gæði og öryggi lyfja. Rökin fyrir því að veita aðeins almennum verslunum undanþágu sem uppfylla þetta 20 kílómetra skilyrði frá apóteki halda illa vatni. Ég er bjartsýn um að þessi eðlilega breyting nái fram að ganga. Þetta er í senn aðgerð til að tryggja jafnræði milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víðsvegar um landið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun