Ekki vera rasisti á Hrekkjavökunni Þórarinn Hjartarson skrifar 26. október 2022 09:00 Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur. Frelsi í búningavali býður þeirri hættu heim að fólk telji sér í trú um að það sé mögulegt að verða hluti af kynþætti sem það hefur hvorki líffræðilega né menningarlega burði til þess að verða. Það heitir að fremja menningarnám. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað og beri virðingu fyrir menningu annarra. Í því felst að aðgreina kynþætti á viðeigandi máta. Hvítir klæði sig ekki eins og Pocahontas eða Black Panther, að asískt fólk klæði sig ekki eins og Superman eða Batman og að þeldökkir klæði sig ekki upp sem persónur úr Frozen eða Rick and Morty. Nú virðast þeir hópar sem eru fórnarlömb menningarnáms ekki telja þetta vera vandamál. Það er sökum þess að hvítþvottur nýlenduríkjanna hefur seytlað inn í menningarheim fórnarlambanna og valdið þeirri viðteknu og varhugaverðu hugmynd að það sé í lagi að klæða sig eins og maður vill. Því er sérstaklega mikilvægt að hvítt fólk vekji athygli á þessu vandamáli hvarvetna á samfélagsmiðlum þar sem þau geta. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að manneskjan sem er vanvirt á þennan máta getur aldrei farið úr sínum búning. Það er því mikilvægt að fólk sé með á hreinu hvaða hópi það tilheyrir og hvaða hópi það tilheyrir ekki, og mun aldrei tilheyra. Munum að klæðast á hrekkjavökunni einvörðungu persónum sem tilheyra sama kynþætti og menningarheimi og við sjálf. Ekki klæða þig upp eins og rasisti á Hrekkjarvökunni. Það er árið 2022. Gerum betur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hrekkjavaka Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur. Frelsi í búningavali býður þeirri hættu heim að fólk telji sér í trú um að það sé mögulegt að verða hluti af kynþætti sem það hefur hvorki líffræðilega né menningarlega burði til þess að verða. Það heitir að fremja menningarnám. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað og beri virðingu fyrir menningu annarra. Í því felst að aðgreina kynþætti á viðeigandi máta. Hvítir klæði sig ekki eins og Pocahontas eða Black Panther, að asískt fólk klæði sig ekki eins og Superman eða Batman og að þeldökkir klæði sig ekki upp sem persónur úr Frozen eða Rick and Morty. Nú virðast þeir hópar sem eru fórnarlömb menningarnáms ekki telja þetta vera vandamál. Það er sökum þess að hvítþvottur nýlenduríkjanna hefur seytlað inn í menningarheim fórnarlambanna og valdið þeirri viðteknu og varhugaverðu hugmynd að það sé í lagi að klæða sig eins og maður vill. Því er sérstaklega mikilvægt að hvítt fólk vekji athygli á þessu vandamáli hvarvetna á samfélagsmiðlum þar sem þau geta. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að manneskjan sem er vanvirt á þennan máta getur aldrei farið úr sínum búning. Það er því mikilvægt að fólk sé með á hreinu hvaða hópi það tilheyrir og hvaða hópi það tilheyrir ekki, og mun aldrei tilheyra. Munum að klæðast á hrekkjavökunni einvörðungu persónum sem tilheyra sama kynþætti og menningarheimi og við sjálf. Ekki klæða þig upp eins og rasisti á Hrekkjarvökunni. Það er árið 2022. Gerum betur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar