Körfubolti

Nei eða já: Eru Töframennirnir minnst spennandi lið deildarinnar?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Strákarnir fóru um víðan völl í Nei eða já.
Strákarnir fóru um víðan völl í Nei eða já. Vísir/Stöð 2 Sport

Liðurinn Nei eða Já var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og eins og alltaf fóru strákarnir um víðan völl.

Umræðuefni Nei eða já voru fjögur að þessu sinni. Strákarnir byrjuðu á því að velta fyrir sér hvort Minnesota Timberwolves myndi enda ofar en Denver Nuggets á tímabilinu áður en Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, spurði hvort Washington Wizards væri minnst spennandi lið deildarinnar.

„Ég ætla bara að segja hart já,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, einn af sérfræðingum þáttarins.

„Mér finnst ekkert óáhugaverðara en lið sem eru föst á þrjátíu og eitthvað sigra vagninum þar sem stórstjarna þeirra, Bradley Beal, hefur sýnt akkurat engin merki þess að geta borið eitthvað lið uppi og að það sé einhver hætta á því að þeir fari í aðra umferð í úrslitakeppninni.“

„Þetta er gríðarlega óspennandi og ef ég er ekki í vinnunni þá mun ég ekki horfa á Washington Wizards í vetur.“

Hörður Unnsteinsson var þó ekki sammála kollega sínum.

„Ég ætla ekkert að fara að halda einhverja eldræði um Washington Wizards hérna en þetta er bara svo galin fullyrðing. Minnst spennandi lið deildarinnar er allan daginn San Antonio Spurs,“ sagði Hörður áður en heit umræða um minnst spennandi lið deildarinnar hófst, en hægt er að sjá Nei eða já í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já

Strákarnir ræddu svo einnig um það hvort einhver lið sem telja sig vera í topp sex í austrinu muni enda í umspili áður en þeir veltu fyrir sér hvaða tvíeyki væri það besta í deildinni.

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×