Handbolti

„Maður fær góð færi af því að þeir eru að búa til færi fyrir mig“

Jón Már Ferro skrifar
Þorgils Jón Svölu Baldursson var einn af mönnum leiksins í kvöld.
Þorgils Jón Svölu Baldursson var einn af mönnum leiksins í kvöld. Víris/Hulda Margrét

Þorgils Jón Svölu Björgvinsson, línumaður Vals, var frábær í kvöld og skoraði átta mörk úr tíu skotum gegn ungverska liðinu FTC Ferencváros.

„Þetta var frábær leikur og ótrúlega gaman að spila hann. Umgjörðin var frábær og handboltinn sömuleiðis.“

Þorgils segist hafa skoraði flest mörkin sín eftir að liðsfélagar hans sköpuðu yfirtölu. Það var í raun ótrúlegt hve oft hann var aleinn inni á línunni í kvöld. Mörg af hans mörkum komu þegar enginn varnarmaður var nálægt honum. Það var sennilega eitthvað sem hvorki Þorgils, né nokkur annar bjóst við fyrir leik. Enda margir af leikmönnum Ferensváros mun stærri og sterkari en leikmenn Vals.

„Ég skoraði mikið bara úr yfirtölu eftir að við náðum að spila þetta vel. Nákvæmlega eins og við ætluðum að gera þetta. Vörnin stóð líka þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 39 mörk.“

Þorgils var hógvær eftir leik þrátt fyrir að vera einn af mönnum leiksins. Það var líkt og hann hefði spilað leik af þessari stærðargráðu oft áður.

„Maður verður að gera sitt. Maður verður ekki meira mótiveraður heldur en fyrir þennan leik.“

Í stað þess að hrósa sjálfum sér, þá notaði hann tækifærið og jós hrósi yfir liðsfélaga sína.

„Maður fær góð færi af því að þeir eru að búa til færi fyrir mig. Þeir draga frá leikmenn, nákvæmlega eins og við ætluðum að gera þetta. Bara sundurspila þetta.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.