„Stigu allar upp í seinni hálfleik“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 23. október 2022 22:46 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu öflugan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“ Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Sjá meira
Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“
Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00