Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins á toppinn í Sviss

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen. Kadetten

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu öruggan sjö marka sigur er liðið heimsótti Suhr Aarau í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 22-29.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið skorað fram að hléi. Liðin skoruðu tíu mörk hvort á fyrstu 30 mínútum leiksins og staðan því 10-10 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir í Kadetten tóku þó völdin á vellinum í síðari hálfleik og skoruðu 19 mörk gegn aðeins 12 mörkum heimamanna. Lokatölur urðu því 22-29 og Aðalsteinn og hans menn eru komnir á toppinn í svissnesku deildinni með 18 stig eftir 11 leiki.

Þá máttu Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar hans í GC Amicitia Zürich þola fjögurra marka tap er liðið tók á móti Pfadi Winterthur, 34-38. Ólafur og félagar sitja því sem fastast í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki, átta stigum minna en Pfadi Winterthur sem situr í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×