Fjórir erlendir Stólar á vellinum og Haukar kæra líklega Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:33 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Hauka mun sennilega kæra úrslit leiksins við Tindastól í VÍS-bikarkeppni karla á mánudagskvöld, vegna meints brots Tindastóls á reglum um fjölda erlenda leikmanna. Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.
VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira