Prófa sig áfram með þriggja dómara kerfi á HM félagsliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 14:01 Fá Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson þriðja hjólið undir dómaravagninn sinn í framtíðinni? vísir/hulda margrét Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er að prófa sig áfram með nýjungar í dómgæslu á heimsmeistaramóti félagsliða í Sádí-Arabíu. HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu. Handbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu.
Handbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira