Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja? Rúnar Sigurðsson skrifar 13. október 2022 11:30 Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar