Upplýsingatækni

Fréttamynd

Taka við stjórn­enda­stöðum hjá Advania

Kristjana Sunna Erludóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Advania og Ingibjörg Edda Snorradóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra hugbúnaðarþróunar eftir sex ára starf sem forritari hjá fyrirtækinu. Stöðurnar eru á sviði Skólalausna og rafrænna viðskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ardian hyggst fjór­falda um­svif Ver­ne og leggja gagna­verunum til 163 milljarða

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Noona kaupir SalesCloud

Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýndar­veru­leika­kapp­akstur og tækni­legt slím

UT-Messan fór fram í Hörpu um helgina í fjórtanda sinn. Um er að ræða stærsta árlega viðburð í tæknigeiranum á Íslandi en á Messunni bauðst gestum og gangandi að kynna sér það helsta sem íslensk tæknifyrirtæki eru að fást við þessa dagana - og prófa hin ýmsu tæki og tól. 

Lífið
Fréttamynd

Lena Dögg nýr verk­efna­stjóri Vertonet

Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hraðar fram­farir í staf­rænni þjónustu vekja at­hygli er­lendis

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni þjónustu og hækkaði um heil þrjú sæti milli ára. Þessar hröðu framfarir okkar Íslendinga á þessum vettvangi hafa vakið eftirtekt erlendis, segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugsmiðjunnar.

Innherji
Fréttamynd

Ardian kaupir meðal annars Ver­ne gagnaverið á Ís­landi í risa­við­skiptum

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

„Saman erum við náttúru­afl“

Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin.

Lífið
Fréttamynd

Til­gangur til­gangs­lausra at­hafna

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur við markaðs­málunum hjá Advania

Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm ráðin til Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­forma að selja Ver­ne Global gagna­verin í heild sinni til að minnka skuld­setningu

Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure, sem hefur verið í kröppum dansi vegna lausafjárerfiðleika og mikillar skuldsetningar, stefnir núna að því að selja alla eignarhluti sína í gagnverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi sem það keypti fyrir aðeins tveimur árum. Hlutabréfaverð breska innviðafjárfestingafélagsins hefur fallið í verði um liðlega sextíu prósent á einu ári og nýlega þurfti það að falla frá fyrri áformum sínum um arðgreiðslur til hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 

Innherji
Fréttamynd

Wise kaupir Þekkingu

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ættum að mark­a stefn­u um upp­bygg­ing­u gagn­a­ver­a eins og hin Norð­ur­lönd­in

Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­tók gagna­verið af Ís­lands­banka fyrir nærri milljarð

Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu.

Innherji