Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 10:53 Síminn tryggði sér sýningarréttinn að enska boltanum árið 2018 og mun eiga þann rétt fram til ársins 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar. Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar.
Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira