Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 10:53 Síminn tryggði sér sýningarréttinn að enska boltanum árið 2018 og mun eiga þann rétt fram til ársins 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar. Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar.
Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira