Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 10:53 Síminn tryggði sér sýningarréttinn að enska boltanum árið 2018 og mun eiga þann rétt fram til ársins 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar. Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar.
Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira