Hafnarfjarðarbær vinnur að breytingum á skipulagi leikskóla sinna Kristín Thoroddsen skrifar 6. október 2022 17:01 Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Grunnskólar Kristín Thoroddsen Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar