Valsmenn drógust í riðil með tveimur afar öflugum Íslendingaliðum; Flensburg frá Þýskalandi og PAUC frá Frakklandi, sem þeir Teitur Örn Einarsson og Kristján Örn Kristjánsson spila með.
Þeir mæta einnig Svíþjóðarmeisturum Ystad, Benidorm frá Spáni og Ferencváros frá Ungverjalandi.
Þess má geta að allir leikir Vals í riðlakeppninni verða sýndir á Stöð 2 Sport.
Fleiri Íslendingalið voru í drættinum í dag. Sveinn Jóhannsson og félagar í Skjern eru í C-riðli líkt og austurríska liðið ALPLA Hard sem Hannes Jón Jónsson stýrir.
Svissnesku meistararnir í Kadetten Schäffhausen, sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, eru aftur á móti í A-riðli en riðlana alla má sjá hér að neðan.
Leikið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar frá 25. október til 28. febrúar. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin.
A-riðill
- Benfica (Portúgal)
- Kadetten Schaffhausen (Sviss)
- Tatran Presov (Slóvakía)
- Göppingen (Þýskaland)
- Montpellier (Frakkland)
- Fejer B.A.L. Veszprém (Ungverjaland)
B-riðill
- PAUC (Frakkland)
- Ystad (Svíþjóð)
- Valur (Ísland)
- Flensburg (Þýskaland)
- Benidorm (Spánn)
- Ferencváros (Ungverjaland)
C-riðill
- Skjern (Danmörk)
- Granollers (Spánn)
- Balatonfüredi (Ungverjaland)
- Sporting (Portúgal)
- Nexe (Króatía)
- ALPLA Hard (Austurríki)
D-riðill
- Füchse Berlín (Þýskaland)
- Eurofarm Pelister (N-Makedónía)
- HC Motor (Úkraína)
- Bidasoa (Spánn)
- Skanderborg Aarhus (Danmörk)
- Aguas Santas (Portúgal)
Stöð 2 Sport sýnir frá öllum leikjum Vals í Evrópudeildinni.