Handbolti

Stjarnan ekki í vandræðum með KA/Þór

Atli Arason skrifar
Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, skoraði flest mörk í kvöld.
Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, skoraði flest mörk í kvöld. Vísir/Bára

Stjarnan vann öruggan 11 marka sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í kvöld, 29-18.

Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu en Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi frá upphafi til enda. Hálfleikstölur voru 14-8 Stjörnunni í vil.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk fyrir Stjörnuna. Hjá Þór/KA voru Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og Nathalia Baliana markahæstar með fjögur mörk hvor en Baliana lék sinn fyrsta leik með Þór/KA í kvöld. 

Með sigrinum fer Stjarnan á topp deildarinnar eftir þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en KA/Þór er í 6. sæti með tvö stig. 

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn HK laugardaginn 15. október en KA/Þór tekur á móti Selfossi sama dag fyrir norðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.