Handbolti

Brasilíska loftbrúin stöðvar ekki á Ísafirði

Atli Arason skrifar
Þjálfarinn Andri Snær Stefánsson ásamt skytunni Nathália Baliana.
Þjálfarinn Andri Snær Stefánsson ásamt skytunni Nathália Baliana. KA.is

KA/Þór tilkynnti rétt í þessu nýjasta liðsstyrk félagsins en KA/Þór hefur samið við hina brasilísku Nathália Baliana fyrir komandi átök í Olís-deildinni.

Er hún ekki fyrsti brasilíski handboltakappinn sem kemur til Íslands að undanförnu en Hörður frá Ísafirði hefur leitt leiðina í sumar. Hörður bætti við sig fjórum nýjum leikmönnum frá Brasilíu fyrir yfirstandandi leiktímabil. 

Baliana kemur til Akureyrar frá portúgalska liðinu Maiastars þar sem hún hefur leikið síðustu tvö ár

Baliana er vinstri skytta sem hefur æft með KA/Þór undanfarnar vikur en er nú komin með leikheimild og gæti spilað sínar fyrstu mínútur fyrir KA/Þór núna klukkan 18.00 þegar liðið er í heimsókn hjá Stjörnunni í Garðabæ.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.