Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 23:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson í leik með Selfyssingum. Hann er leikmaður Stjörnunnar í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira