Handbolti

Ís­lendinga­liðin máttu þola tap í Meistara­deild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron og félagar töpuðu á heimavelli í kvöld.
Aron og félagar töpuðu á heimavelli í kvöld. Frank Molter/Getty Images

Íslandendingaliðin Magdeburg og Álaborg töpuðu bæði sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Þýskalandsmeistarar Magdeburg töpuðu fyrir franska stórliðinu París Saint-Germain nokkuð sannfærandi á heimavelli. Gestirnir frá París voru átta mörkum yfir í hálfleik, 10-18, og unnu á endanum sjö marka sigur.

Lokatölur í Magdeburg 22-29. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk í liði heimamanna og gaf eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark.

Magdeburg er í 3. sæti A-riðils með tvo sigra og eitt tap að loknum þremur leikjum. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga.

Aron Pálmarsson átti fínan leik í liði Álaborgar sem mátti einnig þola tap á heimavelli. Pólska liðið Kielce heimsótti Álaborg og hirti stigin tvö, lokatölur 28-30. Aron skoraði þrjú mörk og lagði upp fimm á samherja sína.

Álaborg er í 2. sæti B-riðils með fjögur stig eftir þrjá leiki líkt og Kielce. Barcelona er á toppi riðilsins með fjögur stig eftir aðeins tvo leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×