Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Ofsaveður og rafmagnsleysi, bólusetningar, hjúkrunarheimili og snörp hægrisveifla á Ítalíu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Fyrsta haustlægð vetrarins skall á með látum þegar hún kom til landsins í fyrrinótt. Veðrið var verst á Austurlandi en á Akureyri fór allt á kaf.

Á morgun hefjast bólusetningar í Laugardalshöll á ný. Á boðstólnum verður fjórði skammtur gegn Covid og inflúensusprautan.

Nýtt hjúkrunarheimili opnar á Selfossi eftir mánaðarmót með plássi fyrir fjörutíu íbúa af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi.

Kona gæti orðið forsætisráðherra Ítalíu í fyrsta sinn en þjóðernispopúlistar unnu stórsigur í þingkosningunum í gær.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×