Handbolti

„Ungur strákur sem átti margt ó­lært“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hver er hvað?
Hver er hvað? Seinni bylgjan

Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni.

„Ég ætla að fá þig til að útskýra aðeins hvaða stefna og straumar eru þarna í gangi,“ sagði Stefán Árni er myndin af Þorgrími Smára var á skjánum. „Ekki er þetta fermingarmynd,“ sagði Jóhann Einar hvumsa áður en Þorgrímur fékk orðið.

Þorgrímur Smári fór yfir hárgreiðsluna, fötin og að þarna hefði verið „ungur strákur sem átti margt ólært“ áður en hann spurði Stefán Árna „hver í andskotanum sendi þessa mynd?“

Þorgrímur Smári grunar að bróðir hans, Lárus Helgi – markvörður Fram í Olís deildinni, hafi verið með puttana í málinu.

„Hún er eiginlega sagði hræðileg,“ sagði Jóhann Einar og sökk niður í stólnum þegar Stefán Árni sagðist einnig vera með myndina hans. Þegar myndin var sýnd þá sprakk Stefán Árni einfaldlega úr hlátri.

Þetta kostulega myndskeið má sjá hér að neðan sem og myndina af Stefáni Árna sem virðist hafa fylgt sömu tísku og leikmenn NBA-deildarinnar á sínum tíma þegar kom að stærð á jakkafötum.

Klippa: Seinni bylgjan: FermingarmyndirFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.