Sigríður Th. Erlendsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:41 Sigríður Th. Erlendsdóttir gaf út bókina Veröld sem ég vil árið 1993 og var saga Kvenréttingafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992. Aðsend Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Í tilkynningu frá fjölskyldu Sigríðar segir að hún hafði fæðst í Reykjavík hinn 16. mars árið 1930. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Vigdísar Sæmundsdóttur húsmóður og Erlends Ólafssonar sjómanns. „Hún ólst upp á Barónsstíg ásamt systrum sínum, Guðríði Ólafíu ritara og Guðrúnu hæstaréttardómara, en Ólafur, tvíburabróðir Guðrúnar, lést á barnsaldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og lagði stund á háskólanám í ensku og frönsku. 1953 gekk hún að eiga Hjalta Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt og framkvæmdastjóra Kristjáns Siggeirssonar hf. Þau eignuðust fjögur börn á næstu níu árum, Ragnhildi ráðuneytisstjóra, Kristján viðskiptafræðing, Erlend rekstrarhagfræðing og Jóhönnu Vigdísi fjölmiðlafræðing og fréttamann. Um það leyti reistu þau hjónin sér glæsilegt hús við Bergstaðastræti 70, sem jafnan er talið með merkari 20. aldar byggingum í Reykjavík. Hún bjó þar til dauðadags en Hjalti Geir lést fyrir tæpum tveimur árum. Sigríður hóf rannsóknir í kvennasögu upp úr 1970, þá rúmlega fertug að aldri, og lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1976. Hún lauk svo kandídatsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 með ítarlegri frumrannsókn á atvinnuþátttöku reykvískra kvenna á árunum 1890-1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar sem hún var stundakennari þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1999. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvennasögusafnsins, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún skrifaði bókina Veröld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Sigríðar. Andlát Jafnréttismál Háskólar Bókmenntir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Í tilkynningu frá fjölskyldu Sigríðar segir að hún hafði fæðst í Reykjavík hinn 16. mars árið 1930. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Vigdísar Sæmundsdóttur húsmóður og Erlends Ólafssonar sjómanns. „Hún ólst upp á Barónsstíg ásamt systrum sínum, Guðríði Ólafíu ritara og Guðrúnu hæstaréttardómara, en Ólafur, tvíburabróðir Guðrúnar, lést á barnsaldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og lagði stund á háskólanám í ensku og frönsku. 1953 gekk hún að eiga Hjalta Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt og framkvæmdastjóra Kristjáns Siggeirssonar hf. Þau eignuðust fjögur börn á næstu níu árum, Ragnhildi ráðuneytisstjóra, Kristján viðskiptafræðing, Erlend rekstrarhagfræðing og Jóhönnu Vigdísi fjölmiðlafræðing og fréttamann. Um það leyti reistu þau hjónin sér glæsilegt hús við Bergstaðastræti 70, sem jafnan er talið með merkari 20. aldar byggingum í Reykjavík. Hún bjó þar til dauðadags en Hjalti Geir lést fyrir tæpum tveimur árum. Sigríður hóf rannsóknir í kvennasögu upp úr 1970, þá rúmlega fertug að aldri, og lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1976. Hún lauk svo kandídatsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 með ítarlegri frumrannsókn á atvinnuþátttöku reykvískra kvenna á árunum 1890-1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar sem hún var stundakennari þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1999. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvennasögusafnsins, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún skrifaði bókina Veröld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Sigríðar.
Andlát Jafnréttismál Háskólar Bókmenntir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira