Viðskipti innlent

Al­freð hefur starf­semi í Fær­eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Getty

Íslenska atvinnuleitarappið Alfreð hefur hafið starfsemi í Færeyjum, en þetta er þriðji alþjóðlegi markaðurinn þar sem appið hefur innreið sína.

Í tilkynningu kemur fram að alls hafi um þúsund manns hafi hlaðið niður færeyskri útgáfu appsins og um fimmtíu störf verið þar auglýst laus til umsóknar. Auk Íslands sé Alfreð með starfsemi í Tékklandi og á Möltu. 

Haft er eftir Halldóri Friðriki Þorsteinssyni, annars aðaleigenda Alfreðs á Íslandi, að félagið hafi verið að horfa til Færeyja um hríð eftir að markaðsathugun gaf jákvæðar niðurstöður. „Í framhaldinu komu aðilar frá Færeyjum að máli við okkur og föluðust eftir sérleyfi þar,“ segir Halldór.

Tengja atvinnusvæði saman

Þá er haft eftir Önnu Katrínu Halldórsdóttur framkvæmdastjóra að markmiðið sé að tengja saman markaðssvæði Alfreðs í framhaldinu svo að notendur geti kynnt sér störf milli landa og atvinnusvæða.

„Okkur líst einstaklega vel á færeyska markaðinn og sjáum ýmis tækifæri til að efla tengsl okkar þar með stafrænni tækni. Í ljósi nálægðar og menningar má hæglega horfa á Ísland og Færeyjar sem eitt atvinnusvæði,“ segir Anna Katrín sem tók í sumar við starfi framkvæmdastjóra Alfreðs á Íslandi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.