Handbolti

Martha Hermannsdóttir leggur skóna á hilluna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martha Hermannsdóttir á að baki langan og farsælan handboltaferil.
Martha Hermannsdóttir á að baki langan og farsælan handboltaferil. Vísir/Hulda Margrét

Martha Hermannsdóttir, ein reyndasta handboltakona landsins, hefur ákveðið að kalla þetta gott af handboltaiðkun og lagt skóna á hilluna frægu.

Frá þessu var greint á Akureyri.net fyrr í dag, en Martha verður 39 ára á árinu og á að baki yfir 20 ára langan meistaraflokksferil. KA/Þór var því án Mörthu er liðið mátti þola eins marks tap gegn ÍBV í fyrsta leik nýs tímabils í Olís-deild kvenna í dag.

Martha hefur lengi verið einn mikilvægasti leikmaður KA/Þórs og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 2021. Þá vann hún einnig Íslandsmeistaratitil með Haukum á sínum ferli.

Martha á einnig að baki þrjá leiki fyrir A-landslið Íslands, en þá lék hún í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu síðla árs 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.