Handbolti

Vals­konur ekki í vand­ræðum með Hauka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur byrjar tímabilið á stórsigri.
Valur byrjar tímabilið á stórsigri. Vísir/Hulda Margrét

Valur gjörsamlega pakkaði Haukum saman að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld, lokatölur 37-22 Valskonum í vil.

Valur skoraði fyrsta mark leiksins og var ekki lengi að byggja upp gott forskot. Eftir aðeins tíu mínútna leik var munurinn orðinn þrjú mörk og hann jókst bara eftir því sem leið á leikinn. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu Valskonur með níu mörkum, 20-11.

Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik og var stærsta spurningin hvort Valur næði að vinna með 20 mörkum eða meira, á endanum var munurinn 15 mörk þegar loks var flautað til leiksloka, lokatölur 37-22.

Hildigunnur Einarsdóttir var markahæst í liði Vals með 9 mörk, þar á eftir komu Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea Imani Sturludóttir með 7 mörk hvor. Sara Sif Helgadóttir var frábær milli stanganna en hún varði alls 15 skot í leiknum. Þá var Lara Zidek markahæst í liði Hauka með 5 mörk.

Vísir spáði Val efsta sæti Olís deildar kvenna fyrir mót og þær virðast ætla að gera sitt til að spáin rætist. Á sama tíma var Haukum spáð 6. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×