„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“ Jón Már Ferro skrifar 15. september 2022 22:30 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli. „Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum. ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira
„Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum.
ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00