„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 08:30 Jónatan Magnússon missti af fyrsta leik KA á tímabilinu. VÍSIR/VILHELM Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira