Körfubolti

Sutt í Vestur­bæinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Saimon Sutt í leik meðan hann spilaði í Austurríki.
Saimon Sutt í leik meðan hann spilaði í Austurríki. Markus Tobisch/Getty Images

KR hefur samið við Saimon Sutt um að leika með liðinu í Subway deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Um er að ræða fjölhæfan 27 ára gamlan leikmann sem kemur frá Eistlandi.

Sutt kemur til að með að styrkja lið KR til muna en liðið endaði í 8. sæti Subway deildar karla á síðustu leiktíð. Sutt er 2.01 metri á hæð hefur leikið í Austurríki sem og heimalandi sínu. Þá lék hann einnig í sameiginlegri úrvalsdeild Lettlands og Eistlands.

„Saimon er mjög fjölhæfur og spennandi leikmaður sem getur leyst margar stöður fyrir okkur inn á vellinum. Við hlökkum til að fá hann til landsins og halda áfram undirbúning fyrir komandi tímabil,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, um nýjasta liðsmann sinn í samtali við KR.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×