Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:01 Til marks um blóðtökuna sem KA/Þór hefur orðið fyrir er helmingur leikmannanna á myndinni farinn frá félaginu. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins.
2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með
Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00