Körfubolti

Grikkir síðastir inn í 8-liða úrslitin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dugir ekkert minna en þrídekkun á þennan á EM í körfubolta.
Dugir ekkert minna en þrídekkun á þennan á EM í körfubolta. vísir/Getty

Grikkir keyrðu yfir Tékkana þegar mest á reyndi í síðasta leik 16-liða úrslitanna á EM í körfubolta.

Tékkar leiddu leikinn í leikhléi með fjögurra stiga mun en Grikkir voru aldrei langt undan þó Tékkar hafi áfram leitt með fjórum stigum þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst.

Þá tók Giannis Antetokounmpo leikinn í sínar hendur og leiddi gríska liðið til sigurs, 94-88.

Giannis skoraði 27 stig í leiknum auk þess að taka tíu fráköst en Jan Vesely var atkvæðamestur Tékka með 21 stig.

Grikkir mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×