Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. september 2022 15:45 Hulda Margrét Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. „Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum. Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira