Geðheilbrigði: Hvar eiga forvarnirnar að byrja? Kristín Inga Grímsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir skrifa 10. september 2022 08:01 Skrifað í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja. Er það þegar vandinn er orðinn alvarlegur og viðvarandi, þegar hans verður fyrst vart, eða er það jafnvel við upphaf lífs, strax í móðurkviði? Hvar liggja tækifærin til að fækka sjálfsvígum? Í ár hefur verið ákveðið að beina sjónum að börnum og unglingum í efnisvali tengdu þessum mikilvæga degi og efla vitund samfélagsins um að það geti allir komið að því að taka þátt í forvörnum til að bæta geðheilbrigði fólks. Svo að hægt sé að beita forvörnum er mikilvægt að þekkja áhættuþætti og verndandi þætti, en flestir snúa þeir að einstaklingnum sjálfum, s.s. skapgerð, fjölskyldu-, skóla- og félagslegu umhverfi (Arango, o.fl., 2018). Ef að við sem einstaklingar í samfélaginu verðum vör við áhættuþætti hjá barni ættum við að láta okkur það varða, því að það getur skipt máli að grípa strax inn í og veita viðeigandi stuðning eða úrræði til að draga úr líkum á neikvæðum áhrifum á líðan barnsins. Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing vanlíðunar og geðraskana. Það er 3. algengasta orsök dauðsfalla hjá unglingum á aldrinum 15-19 ára (WHO 2020). Sýnt hefur verið fram á að með réttum inngripum er hægt að draga marktækt úr sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum hjá þessum aldurshópi (Hofstra o.fl. 2020). Sem dæmi um slík inngrip má nefna þjálfun fagaðila í nærumhverfi ungmenna (t.d. kennara, skólahjúkrunarfræðinga, íþróttaþjálfara) í að bera kennsl á áhættuþætti, þjálfun starfsfólks á heilsugæslu í réttum viðbrögðum við sjálfsvígshugsunum/tilraunum, og vitundarvakningarherferðir í fjölmiðlum þar sem markmiðið er að draga úr stimplun (e. stigma) og fordómum. Einnig má nefna að nýverið birtist grein eftir Kruse o.fl. (2022) þar sem sýnt var fram á að þegar viðtalsmeðferð fyrir ungmenni var gerð gjaldfrjáls tvöfaldaðist nýtingin og sjálfsvígstilraunum fækkaði marktækt. Á Íslandi hefur á síðustu árum orðið ýmiss konar jákvæð þróun í þessum málum. Fjölskylduteymi hefur verið stofnað á 22 heilsugæslusvæðum á landsvísu, en það er samstarfsteymi heilsugæslu, skóla- og velferðarþjónustu sveitafélaganna og BUGL, og er ætlað að sinna börnum m.a. með tilfinninga-, hegðunar-, félagslegan og/eða þroskatengdan vanda. Geðheilsuteymum hefur verið komið á fót um allt land, lög nr. 86 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru sett í fyrra, Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2030 hefur verið samþykkt, o.fl. Flest af ofangreindu miðast þó við að grípa inn í þegar vandinn er kominn til, þegar í mörgum tilfellum væri mögulegt að koma í veg fyrir hann. Sem dæmi má nefna að í ung- og smábarnavernd mætti leiðbeina foreldrum að styðja við allar tilfinningar barnsins, líka erfiðu tilfinningarnar, og leiðbeina þeim við að kenna börnum sínum tilfinningastjórnun. Innleiða mætti geðræktarverkefni sem hafa að markmiði að auka seiglu barna, í aðalnámsskrá grunnskóla. Börn þurfa að læra að takast á við erfiðleika og leysa úr þroskatengdum viðfangsefnum með stuðningi foreldra sinna. Það er hluti af lífinu að upplifa stundum erfiðar og neikvæðar tilfinningar og þegar börnum er kennt það strax frá byrjun þá aukast líkurnar á því að þau myndi seiglu og eigi þá auðveldara með að takast á við og leysa úr t d. ágreiningi við vini eða ástarsorg (Masten og Barnes, 2018). Það getur reynst foreldrum erfitt að horfa á barnið sitt upplifa erfiðar og sárar tilfinningar og upp getur komið sú tilhneiging að taka tilfinningarnar af barninu og hlífa því frekar en að styðja það við að vinna úr þeim. Rétt er að taka fram að hér er ekki verið að tala um alvarleg áföll eins og ofbeldi eða ótímabæran missi ástvinar, heldur þroskatengdar áskoranir sem flestir ef ekki allir takast á við í lífinu. Aðrir í nærumhverfi barna geta einnig og eiga að hjálpa til. Þegar barn sýnir erfiða hegðun er það sjaldnast merki um óþægð, en fremur um vanlíðan og óuppfylltar þarfir. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að koma börnunum okkar til manns og ættum því alltaf að hjálpast að. Höfundar eru sérfræðingar í hjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Skrifað í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja. Er það þegar vandinn er orðinn alvarlegur og viðvarandi, þegar hans verður fyrst vart, eða er það jafnvel við upphaf lífs, strax í móðurkviði? Hvar liggja tækifærin til að fækka sjálfsvígum? Í ár hefur verið ákveðið að beina sjónum að börnum og unglingum í efnisvali tengdu þessum mikilvæga degi og efla vitund samfélagsins um að það geti allir komið að því að taka þátt í forvörnum til að bæta geðheilbrigði fólks. Svo að hægt sé að beita forvörnum er mikilvægt að þekkja áhættuþætti og verndandi þætti, en flestir snúa þeir að einstaklingnum sjálfum, s.s. skapgerð, fjölskyldu-, skóla- og félagslegu umhverfi (Arango, o.fl., 2018). Ef að við sem einstaklingar í samfélaginu verðum vör við áhættuþætti hjá barni ættum við að láta okkur það varða, því að það getur skipt máli að grípa strax inn í og veita viðeigandi stuðning eða úrræði til að draga úr líkum á neikvæðum áhrifum á líðan barnsins. Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing vanlíðunar og geðraskana. Það er 3. algengasta orsök dauðsfalla hjá unglingum á aldrinum 15-19 ára (WHO 2020). Sýnt hefur verið fram á að með réttum inngripum er hægt að draga marktækt úr sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum hjá þessum aldurshópi (Hofstra o.fl. 2020). Sem dæmi um slík inngrip má nefna þjálfun fagaðila í nærumhverfi ungmenna (t.d. kennara, skólahjúkrunarfræðinga, íþróttaþjálfara) í að bera kennsl á áhættuþætti, þjálfun starfsfólks á heilsugæslu í réttum viðbrögðum við sjálfsvígshugsunum/tilraunum, og vitundarvakningarherferðir í fjölmiðlum þar sem markmiðið er að draga úr stimplun (e. stigma) og fordómum. Einnig má nefna að nýverið birtist grein eftir Kruse o.fl. (2022) þar sem sýnt var fram á að þegar viðtalsmeðferð fyrir ungmenni var gerð gjaldfrjáls tvöfaldaðist nýtingin og sjálfsvígstilraunum fækkaði marktækt. Á Íslandi hefur á síðustu árum orðið ýmiss konar jákvæð þróun í þessum málum. Fjölskylduteymi hefur verið stofnað á 22 heilsugæslusvæðum á landsvísu, en það er samstarfsteymi heilsugæslu, skóla- og velferðarþjónustu sveitafélaganna og BUGL, og er ætlað að sinna börnum m.a. með tilfinninga-, hegðunar-, félagslegan og/eða þroskatengdan vanda. Geðheilsuteymum hefur verið komið á fót um allt land, lög nr. 86 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru sett í fyrra, Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2030 hefur verið samþykkt, o.fl. Flest af ofangreindu miðast þó við að grípa inn í þegar vandinn er kominn til, þegar í mörgum tilfellum væri mögulegt að koma í veg fyrir hann. Sem dæmi má nefna að í ung- og smábarnavernd mætti leiðbeina foreldrum að styðja við allar tilfinningar barnsins, líka erfiðu tilfinningarnar, og leiðbeina þeim við að kenna börnum sínum tilfinningastjórnun. Innleiða mætti geðræktarverkefni sem hafa að markmiði að auka seiglu barna, í aðalnámsskrá grunnskóla. Börn þurfa að læra að takast á við erfiðleika og leysa úr þroskatengdum viðfangsefnum með stuðningi foreldra sinna. Það er hluti af lífinu að upplifa stundum erfiðar og neikvæðar tilfinningar og þegar börnum er kennt það strax frá byrjun þá aukast líkurnar á því að þau myndi seiglu og eigi þá auðveldara með að takast á við og leysa úr t d. ágreiningi við vini eða ástarsorg (Masten og Barnes, 2018). Það getur reynst foreldrum erfitt að horfa á barnið sitt upplifa erfiðar og sárar tilfinningar og upp getur komið sú tilhneiging að taka tilfinningarnar af barninu og hlífa því frekar en að styðja það við að vinna úr þeim. Rétt er að taka fram að hér er ekki verið að tala um alvarleg áföll eins og ofbeldi eða ótímabæran missi ástvinar, heldur þroskatengdar áskoranir sem flestir ef ekki allir takast á við í lífinu. Aðrir í nærumhverfi barna geta einnig og eiga að hjálpa til. Þegar barn sýnir erfiða hegðun er það sjaldnast merki um óþægð, en fremur um vanlíðan og óuppfylltar þarfir. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að koma börnunum okkar til manns og ættum því alltaf að hjálpast að. Höfundar eru sérfræðingar í hjúkrun.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun