Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir, Eva Drífudóttir og Kristbjörg Helgadóttir skrifa 7. september 2022 09:31 Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun