„Ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 14:30 Valsmenn unnu 37-29 sigur á KA í meistarakeppni HSÍ á laugardaginn var. Vísir/Diego Þrefaldir meistara Vals voru til umræðu í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar í gær en óðfluga styttist í að Olís-deild karla fari af stað á ný. Því er velt upp hvort önnur lið muni veita Valsmönnum samkeppni í vetur og hvaða áhrif þátttaka þeirra í Evrópudeildinni muni hafa. Valsmenn hafa unnið sjö síðustu titla sem verið hafa í boði í íslenskum handbolta en liðið varð eftir því þrefaldur meistari í fyrra og þá unnu Valsmenn meistarakeppni HSÍ um helgina. Því er velt upp hvort önnur lið á landinu ætli ekki að taka sig á og veita Hlíðarendapiltum almennilega samkeppni. „Ég fór bara að hugsa, ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ spyr Jóhann Gunnar Einarsson. „Ég veit að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] er svolítið búinn að breyta leiknum og bara mikið hrós á hann. Þetta er svolítið eins og þegar Golden State komu inn í NBA, þá fóru menn að skjóta þristum [eins og þeir],“ segir Jóhann Gunnar og bætir við: „Ég veit með FH-ingana og önnur lið að það er búið að hlaupa, og hlaupa og hlaupa. Valsmenn eru búnir að reisa rána og það er ánægjulegt að heyra að menn vilja ná Val og vilja bara vinna þá. Hin liðin hljóta að hugsa núna er nóg komið,“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Val Hvaða áhrif hefur Evrópukeppnin á gengið heimafyrir? Valsmenn taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur þar sem þeir verða í sex liða riðli og spila alls tíu leiki, heima og heiman, við hvern andstæðing. Því er velt upp hvaða áhrif það muni hafa á gengið í deildarkeppninni. „Þarna koma inn 600 aukamínútur af handbolta. Er þetta hausverkur fyrir Snorra?“ spurði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Þetta verða ferðalög og auðvitað er það það. Robbi [Róbert Aron Hostert] er ekkert með besta skrokk í heimi og Magnús Óli [Magnússon] er búinn að missa mikið út. Svo það má ekkert mikið út af bregða að þetta fari í léttan apaskít. Ég veit að þeir vilja standa sig vel í Evrópu, þeir vilja ekkert til Noregs og Þýskalands og tapa með tíu og gera sig að einhverju atlægi. Þeir kannski setja fókusinn þar og geta þar af leiðandi dottið niður í deildinni en þeir munu alltaf ná sér strik,“ segir Jóhann Gunnar. Fleiri þurfi að koma sér í almennilegt stand „Þetta verður klárlega bara til góða. Ég held að þetta búi til momentun hjá þeim og búi til stemningu innan hópsins. Þeir kannski missa einn leik hér og þar í deildinni á milli einhverra erfiðra Evrópuleikja en svona heilt yfir held ég að þetta eigi bara eftir að styrkja þá,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hann greip þá á lofti umræðuna um stífar æfingar annara liða. „Mér hefur fundist lengi fullt af liðum mega vera í miklu, miklu betra standi. Það eru allt of margir leikmenn í deildinni sem eru ekki í neinu ástandi. Þannig að ef þetta er eitthvað sem sparkar í hina leikmennnina þá er það frábært,“ „Lalli bróðir, taktu þetta til þín,“ sagði þá Þorgrímur Smári Ólafsson og beindi til Lárusar Helga Ólafssonar, bróður síns sem leikur með Fram. Lárus Helgi, markvörður Fram, er bróðir Þorgríms Smára sem sagði honum að koma sér í stand.Vísir/Hulda Margrét Allir þrír sérfræðinganna spáðu þá Val efsta sæti deildarinnar en umræðuna í heild má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Valsmenn hafa unnið sjö síðustu titla sem verið hafa í boði í íslenskum handbolta en liðið varð eftir því þrefaldur meistari í fyrra og þá unnu Valsmenn meistarakeppni HSÍ um helgina. Því er velt upp hvort önnur lið á landinu ætli ekki að taka sig á og veita Hlíðarendapiltum almennilega samkeppni. „Ég fór bara að hugsa, ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ spyr Jóhann Gunnar Einarsson. „Ég veit að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] er svolítið búinn að breyta leiknum og bara mikið hrós á hann. Þetta er svolítið eins og þegar Golden State komu inn í NBA, þá fóru menn að skjóta þristum [eins og þeir],“ segir Jóhann Gunnar og bætir við: „Ég veit með FH-ingana og önnur lið að það er búið að hlaupa, og hlaupa og hlaupa. Valsmenn eru búnir að reisa rána og það er ánægjulegt að heyra að menn vilja ná Val og vilja bara vinna þá. Hin liðin hljóta að hugsa núna er nóg komið,“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Val Hvaða áhrif hefur Evrópukeppnin á gengið heimafyrir? Valsmenn taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur þar sem þeir verða í sex liða riðli og spila alls tíu leiki, heima og heiman, við hvern andstæðing. Því er velt upp hvaða áhrif það muni hafa á gengið í deildarkeppninni. „Þarna koma inn 600 aukamínútur af handbolta. Er þetta hausverkur fyrir Snorra?“ spurði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Þetta verða ferðalög og auðvitað er það það. Robbi [Róbert Aron Hostert] er ekkert með besta skrokk í heimi og Magnús Óli [Magnússon] er búinn að missa mikið út. Svo það má ekkert mikið út af bregða að þetta fari í léttan apaskít. Ég veit að þeir vilja standa sig vel í Evrópu, þeir vilja ekkert til Noregs og Þýskalands og tapa með tíu og gera sig að einhverju atlægi. Þeir kannski setja fókusinn þar og geta þar af leiðandi dottið niður í deildinni en þeir munu alltaf ná sér strik,“ segir Jóhann Gunnar. Fleiri þurfi að koma sér í almennilegt stand „Þetta verður klárlega bara til góða. Ég held að þetta búi til momentun hjá þeim og búi til stemningu innan hópsins. Þeir kannski missa einn leik hér og þar í deildinni á milli einhverra erfiðra Evrópuleikja en svona heilt yfir held ég að þetta eigi bara eftir að styrkja þá,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hann greip þá á lofti umræðuna um stífar æfingar annara liða. „Mér hefur fundist lengi fullt af liðum mega vera í miklu, miklu betra standi. Það eru allt of margir leikmenn í deildinni sem eru ekki í neinu ástandi. Þannig að ef þetta er eitthvað sem sparkar í hina leikmennnina þá er það frábært,“ „Lalli bróðir, taktu þetta til þín,“ sagði þá Þorgrímur Smári Ólafsson og beindi til Lárusar Helga Ólafssonar, bróður síns sem leikur með Fram. Lárus Helgi, markvörður Fram, er bróðir Þorgríms Smára sem sagði honum að koma sér í stand.Vísir/Hulda Margrét Allir þrír sérfræðinganna spáðu þá Val efsta sæti deildarinnar en umræðuna í heild má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira