Handbolti

ÍR-ingar safna liði fyrir Olís-deildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Friðrik Hólm Jónsson er genginn í raðir ÍR frá ÍBV.
Friðrik Hólm Jónsson er genginn í raðir ÍR frá ÍBV. Eyjar.net

Nýliðar ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. ÍR-ingar hafa samið við Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV og hinn unga Róbert Snær Örvarsson frá Haukum.

ÍR-ingar unnu sér inn sæti í Olís-deild karla í vor eftir eins árs veru í Grill66-deildinni. Árið áður hafði liðið fallið úr Olís-deildinni þar sem liðið fékk ekki eitt einasta stig.

Leikmannahópurinn hjá ÍR-ingum hefur ekki breyst mikið í sumar og því líklega kærkomið að fá tvo nýja leikmenn til að stykja hópinn fyrir það sem gæti orðið langur og erfiður vetur.

Friðrik Hólm kemur sem áður segir frá ÍBV þar sem hann hefur leikið seinustu ár, en þessi vinstri hornamaður var meðal leikmanna liðsins þegar Eyjamenn unnu þrefalt árið 2018.

Þá er hinn 18 ára gamli Róbert snær einnig mættur til liðsins, en Róbert er vinstri skytta sem kemur frá uppeldisfélagi sínu, Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×