Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina? Anna Söderström skrifar 29. ágúst 2022 19:31 Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun