Kristófer: „Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 23:00 Kristófer Acox tróð boltanum af krafti og af svip andstæðingsins að dæma var það ekki vel þegið. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox var stórkostlegur á köflum í kvöld og átti lykilþátt í því að ná að sigla sigrinum heim í kvöld. Hann stal boltanum þegar sex sekúndur voru eftir og það varð til þess m.a. að Ísland vann Úkraínu 91-88 í Ólafssal í kvöld. „Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“ HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira
„Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00