Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 17:14 Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í sumar. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrslu um Samkeppniseftirlitið að beiðni þingmanna sem telja samrunaferli of hægt. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni. Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni.
Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira