Skattakóngur fagnar gagnsæi og greiðir glaður skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 10:58 Magnús vonast eftir því að skattgreiðslur sínar nýtist öðrum. LS Retail Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail, var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann vonast til þess að skattgreiðslur hans nýtist öðrum og segir tilfinninguna vera góða. Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18