Raunhæfar lausnir fyrir börn og foreldra í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 17. ágúst 2022 09:30 Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun