Hvað er mikilvægast fyrstu tvö ár barna? Erla Bára Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 19:31 Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar