Hvað er mikilvægast fyrstu tvö ár barna? Erla Bára Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 19:31 Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar