Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Francis Laufkvist Kristinsbur skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar