Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Francis Laufkvist Kristinsbur skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar