Styðja stjórnvöld starfastuld? Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 15. ágúst 2022 14:30 Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar