Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. ágúst 2022 16:01 Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Háskólar Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar